Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 14. nóvember 2017 21:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vináttulandsleikir: Markaleysi á Wembley
Neymar á ferðinni í kvöld.
Neymar á ferðinni í kvöld.
Mynd: Getty Images
Lacazette gerði bæði mörk Frakkland gegn Þjóðverjum.
Lacazette gerði bæði mörk Frakkland gegn Þjóðverjum.
Mynd: Getty Images
England 0 - 0 Brasilía

Mörkin létu ekki sjá sig á Wembley í þessu landsleikjahléi.

Eftir markalaust jafntefli gegn Þýskalandi á föstudag gerði England aftur markalaust jafntefli í kvöld, nú gegn Brasilíu.

Varnarleikur Englendinga var fínn í kvöld og var Joe Gomez, varnarmaður Liverpool, valinn maður leiksins. Gomez var að byrja sinn fyrsta landsleik, en hann hafði góðar gætur á Neymar.

Það voru aðrir vináttulandsleikir í dag. Nígería vann Argentínu eftir að hafa lent 2-0 undir, Rússland náði 3-3 jafntefli gegn Spáni, Holland lagði Rúmeníu, Belgía marði Japan og jafntefli var niðurstaðan þegar Þýskaland og Frakkland mættust í Köln. Alexandre Lacazette, sóknarmaður Arsenal, gerði bæði mörk Frakklands.

Romelu Lukaku, sóknarmaður Manchester United, var einnig á skotskónum. Hann gerði eina mark Belgíu gegn Japan.

Hér að neðan eru úrslit dagsins.

Aðrir leikir
Suður-Kórea 1 - 1 Serbía
Kína 0 - 4 Kólumbía
Argentína 2 - 4 Nígería
Rússland 3 - 3 Spánn
Rúmenía 0 - 3 Holland
Ungverjaland 1 - 0 Kosta Ríka
Belgía 1 - 0 Japan
Þýskaland 2 - 2 Frakkland
Austurríki 2 - 1 Úrúgvæ
Wales 1 - 1 Panama
Athugasemdir
banner
banner
banner