fim 14. desember 2017 22:00
Ingólfur Stefánsson
Hodgson hefur áhyggjur af Benteke
Mynd: Getty Images
Roy Hodgson þjálfari Crystal Palace segir að form Christian Benteke framherja liðsins sé áhyggjuefni. Benteke hefur ekki skorað á tímabilinu en síðasta mark hans kom í maí.

Hodgson segir að Crystal Palace hafi ekki efni á því að spila framherja sem er ekki að skora.

Benteke klúðraði vítaspyrnu í uppbótartíma í leik gegn Bournemouth um síðustu helgi og mistókst þar með að tryggja Crystal Palace sigur í leiknum. Hodgson var pirraður á því að Benteke hafi tekið spyrnuna en Luka Milivojevic vítaskytta liðsins var enn inni á vellinum og hafði skorað úr vítaspyrnu fyrr í leiknum.

„Auðvitað er það áhyggjuefni þegar framherji liðsins er ekki að skora. Það er áhyggjuefni fyrir liðið, hann og stuðningsmennina."

Crystal Palace hafa einungis skorað 12 mörk á tímabilinu og botnlið Swansea er eina liðið sem hefur skorað færri mörk. Benteke kostaði 30 milljónir punda þegar hann kom frá Liverpool árið 2016.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner