Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 15. janúar 2018 21:55
Ívan Guðjón Baldursson
England: Pogba með tvær stoðsendingar í góðum sigri
Paul Pogba átti góðan leik á miðjunni.
Paul Pogba átti góðan leik á miðjunni.
Mynd: Getty Images
Manchester United 3 - 0 Stoke
1-0 Antonio Valencia ('9)
2-0 Anthony Martial ('38)
3-0 Romelu Lukaku ('72)

Paul Pogba lagði upp fyrstu tvö mörk Manchester United gegn Stoke City í eina leik kvöldsins í enska boltanum.

Antonio Valencia og Anthony Martial skoruðu mörkin eftir undirbúning frá Pogba. Valencia þrumaði knettinum inn með vinstri og Martial kláraði sitt færi einstaklega vel.

Gestirnir komust nokkrum sinnum nálægt því að skora en David De Gea stóð vaktina vel og innsiglaði Romelu Lukaku öruggan sigur heimamanna.

Rauðu djöflarnir eru í öðru sæti ensku deildarinnar, tólf stigum frá Manchester City.

Þetta er fyrsti leikur Stoke eftir brottrekstur Mark Hughes. Félagið er í fallsæti, með 20 stig eftir 23 umferðir.
Athugasemdir
banner
banner