mán 15. janúar 2018 07:30
Arnar Geir Halldórsson
Fyrsti útisigur Barcelona á Sociedad í rúman áratug
Loksins útisigur á Sociedad
Loksins útisigur á Sociedad
Mynd: Getty Images
Barcelona vann magnaðan endurkomusigur á Real Sociedad á Anoeta leikvangnum í Baskalandi í spænsku úrvalsdeildinni í gær.

Leiknum lauk með 2-4 sigri Börsunga eftir að Sociedad hafði komist í 2-0 eftir rúmlega hálftíma leik.

Það sem gerir sigur Barcelona merkilegri en ella er að þetta var fyrsti sigur liðsins á þessum velli síðan í mars árið 2007.

Þó Barcelona hafi haft töluverða yfirburði yfir flest lið Spánar undanfarin ár hefur liðinu gengið bölvanlega á Anoeta en með frábærri frammistöðu Luis Suarez er bölvuninni nú mögulega aflétt.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner