Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 15. janúar 2018 23:48
Magnús Már Einarsson
Heimir að fá fyrsta Íslendinginn til HB?
Brynjar Hlöðversson.
Brynjar Hlöðversson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brynjar Hlöðversson, miðjumaður úr Leikni R, verður þessa vikuna til reynslu hjá HB í Færeyjum en fréttamiðillinn IN greinir frá þessu í kvöld. Brynjar mætti á sína fyrstu æfingu hjá HB í kvöld.

Heimir Guðjónsson tók við HB í haust eftir að hann var rekinn frá Íslandsmeisturum FH.

Heimir sagðist eftir ráðninguna ætla að skoða möguleikann á að fá íslenska leikmenn til HB og Brynjar gæti nú mögulega gengið í raðir félagsins.

Brynjar hefur aðallega leikið sem varnarsinnaður miðjumaður á ferli sínum hjá Leikni en í frétt IN segi að Heimir vilji fá hann í vörnina til að fylla skarð Jóhan Troest Davidsen sem gekk í raðir til NSÍ á dögunum.

Brynjar er 28 ára gamall en hann var á síðasta tímabili fyrirliði hjá Leikni.

Samtals hefur Brynjar skorað sjö mörk í 176 deildar og bikarleikjum með Leikni á ferli sínum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner