Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 15. janúar 2018 13:00
Magnús Már Einarsson
Man Utd tilbúið að borga Alexis Sanchez há laun
Á leið til Manchester United?
Á leið til Manchester United?
Mynd: Getty Images
Manchester United er tilbúið að greiða Alexis Sanchez meira en 350 þúsund pund (50 milljónir króna) í laun á viku.

United er komið í bílstjórasætið í baráttunni um Sanchez en hann gæti komið til félagsins á 35 milljónir punda á næstu dögum.

Samningur Sanchez við Arsenal rennur út í sumar og lengi vel þótti líklegast að hann myndi ganga í raðir Manchester City.

United hefur hins vegar náð yfirhöndinni í baráttunni en talið er að City sé búið að hætta við að reyna við Sanchez.

City vill ekki greiða meira en 20 milljónir punda fyrir Sanchez. United er hins vegar reiðbúið að borga 35 milljónir punda, greiða umboðsmanni Sanchez fimm milljónir punda og leikmanninum meira en 18 milljónir punda í árslaun.
Athugasemdir
banner
banner