Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 15. janúar 2018 13:30
Magnús Már Einarsson
Mourinho: Við bjóðum De Gea nýjan samning
De Gea hefur verið frábær hjá Manchester United.
De Gea hefur verið frábær hjá Manchester United.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Manchester United, segir að félagið ætli að bjóða markverðinum David De Gea nýjan samning sem gæti haldið honum hjá félaginu út ferilinn.

Hinn 27 ára gamli De Gea er með samning til sumarsins 2019 en í honum er klásúla sem United getur nýtt sér til að framlengja samninginn um eitt ár.

De Gea var nálægt því að ganga í raðir Real Madrid árið 2015 en nú vill Mourinho gera nýjan samning og halda honum sem lengst.

„Herra (Ed) Woodward (framkvæmdastjóri Manchester United) er ekki í fríi. Hann fer varla í frí. Auðvitað ætlar hann að reyna að bjóða honum nýjan samning sem heldur honum lengur en klásúlan segir til um. Við munum að sjálfsögðu nýta þá klásúlu líka," sagði Mourinho.
Athugasemdir
banner
banner
banner