mán 15. janúar 2018 16:15
Elvar Geir Magnússon
Owen grét alla leið á flugvöllinn þegar hann fór til Real Madrid
Owen í leik með Real Madrid á sínum tíma.
Owen í leik með Real Madrid á sínum tíma.
Mynd: Getty Images
Michael Owen, fyrrum sóknarmaður Liverpool, segir að hann hafi grátið alla leiðina á flugvöllinn þegar hann gekk í raðir Real Madrid 2004.

„Ég taldi að ég þyrfti að fara en samt grét ég alla leiðina heiman frá mér og á flugvöllinn. Hluti af mér vildi aldrei fara," segir Owen sem var hrikalega vinsæll hjá stuðningsmönnum Liverpool enda kom hann upp í gegnum unglingastarf félagsins.

Owen var mest í hlutverki varamanns hjá Real Madrid en skoraði þó þrettán deildarmörk á eina tímabili sínu hjá spænska stórliðinu. Hann fór svo aftur til Englands og gekk í raðir Newcastle,

Ímynd hans meðal stuðningsmanna Liverpool beið svo hnekki 2009 þegar hann fór til Manchester United á frjálsri sölu.

„Þegar Real Madrid vildi fá mig var hluti af mér mjög stoltur en hluti af mér vissi ekki hvað hann ætti að gera. Ég hoppaði fram og til baka í því hvort ég ætti að slá til."

Á endanum ákvað Owen að fara til Spánar, ein helsta ástæðan var sú að honum fannst hlutverk sitt ekki nægilega stórt undir stjórn Rafael Benítez.
Athugasemdir
banner
banner
banner