Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 15. janúar 2018 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Pogba með flestar stoðsendingar
Pogba er stoðsendingahæstur þrátt fyrir að hafa misst af stórum hluta tímabilsins vegna meiðsla.
Pogba er stoðsendingahæstur þrátt fyrir að hafa misst af stórum hluta tímabilsins vegna meiðsla.
Mynd: Getty Images
Paul Pogba er með flestar stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni þrátt fyrir að hafa aðeins spilað 13 leiki á tímabilinu.

Pogba er búinn að gefa 9 stoðsendingar í 13 leikjum, jafn margar og Leroy Sane og Kevin De Bruyne, leikmenn Manchester City.

Sane er með 9 stoðsendingar í 21 leik á meðan De Bruyne er búinn að spila alla 23 leiki tímabilsins.

Pogba gaf tvær stoðsendingar í 3-0 sigri gegn Stoke City í dag og er Man Utd nú tólf stigum frá Man City.

Sane skoraði og De Bruyne lék allan leikinn í fyrsta tapleik Man City í deildinni á tímabilinu. Tapið kom á Anfield þar sem Liverpool vann verðskuldaðan sigur, með fjórum mörkum gegn þremur.

David Silva og Riyad Mahrez koma næstir á listanum með átta stoðsendingar á haus.

Topp 5 stoðsendingar
1. Paul Pogba - 9
2. Leroy Sane - 9
3. K. De Bruyne - 9
4. David Silva - 8
5. Riyad Mahrez - 8
Athugasemdir
banner
banner
banner