Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 15. janúar 2018 12:43
Elvar Geir Magnússon
Ronaldo sagður óánægður - Real Madrid sveik loforð
Ronaldo er 32 ára.
Ronaldo er 32 ára.
Mynd: Getty Images
Reglulega berast fréttir af því að Cristiano Ronaldo sé óánægður með eitthvað hjá Real Madrid og vilji fara aftur til Manchester United. Ný þannig frétt birtist í spænska blaðinu AS í morgun.

AS segir að portúgalska ofurstjarnan telji sig hafa verið svikin. Forseti Real Madrid, Florentino Perez, hefur ekki staðið við loforð um samningamál Ronaldo.

Sagt er að eftir að Ronaldo skoraði tvívegis í 4-1 sigri gegn Juventus í úrslitum Meistaradeildarinnar í maí í fyrra hafi Perez lofað Ronaldo vænri launahækkun.

Ekkert hefur gerst í því og segir AS að þrátt fyrir að Ronaldo hafi sagt að hann vilji vera áfram í Madríd sé hann í raun tilbúinn að snúa aftur til Englands. Hann er ekki lengur meðal þriggja launahæstu leikmanna heims.

Ronaldo hefur verið í basli á þessu tímabili, rétt eins og Real Madrid, og aðeins skorað fjögur mörk í La Liga. Í Meistaradeildinni hefur hann verið heitur og er markahæstur með níu mörk í sex leikjum.

Sjá einnig:
Umræða úr útvarpsþættinum - Hvað er í gangi hjá Real Madrid
Athugasemdir
banner
banner
banner