Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
Pétur: Allt öðruvísi en gegn Víkingum
Fyrirliðinn ánægður með fyrsta sigurinn - „Þvílíkur bónus að koma marki inn í lokin"
   fim 15. febrúar 2018 14:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Freyr: Hefði engan veginn búist við þessu
Freyr Alexandersson.
Freyr Alexandersson.
Mynd: Fotbolti.net - Anna Þonn
Mynd: Fotbolti.net - Anna Þonn
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna, tilkynnti í dag hópinn sem fer á æfingamót í Algarve í lok mánaðarins. Freyr segir mótið mikilvægt fyrir seinni sprettinn í undankeppni HM.

„Þetta er gríðarlega mikilvægt út af þróuninni á liðinu, meiðslunum og hversu margir leikmenn eru barnshafandi. Þetta mót hefur sennilega aldrei verið jafnmikilvægt," sagði Freyr á blaðamannafundi í dag.

„Við þurfum að hjálpa leikmönnunum að verða betri og ná takti í því sem við verðum að gera. Við verðum að bregðast við taktískt út frá fjarveru lykilmanna, enn og aftur. Þetta gæti ekki verið betri tímapunktur í það," segir Freyr.

Miklar breytingar hafa orðið á leikmannahópnum síðan á Algarve í fyrra en alls eru tíu breytingar síðan þá. Átta leikmenn eru að fara í fyrsta skipti með íslenska landsliðinu á Algarve mótið.

„Ég hefði engan veginn búist við þessu," sagði Freyr aðspurður að því hvort hann hefði búist við því að gera tíu breytingar á leikmannahópnum frá því í fyrra. „En svona er bransinn. Þetta er líka partur að því að þjálfa konur, ég hef oft svarað því að það sé enginn munur á því að þjálfa konur og karla, þetta er stór munur. Það verða engir karla frá vegna þess að þeir ganga með barn."

„Þetta er ótrúlega gaman og krefjandi fyrir þjálfarann. Ég er spenntur að takast á við þessa leiki í vor og þetta æfingamót með þessum hópi sem ég hef í höndunum núna."

Freyr segist ætla að prófa ýmislegt taktískt í þessu móti.

„Við munum halda áfram að vinna út frá þeim áherslum sem við erum með en ég mun líka prófa að skipta um kerfi í miðjum leikjum, pressa mjög aggresívt á tímabili og fara mjög dúpt í sama leiknum. Ég ætla að prófa ýmislegt taktískt í þessu móti."

„Ég mun gera níu til 11 breytingar á milli leikja, það er leikur á tveggja daga fresti sem er að mörgu leyti algjör þvæla."

„Ég nýti tækifæri og rúlla mikið á liðinu og leikmenn verða að taka því fagnandi, þeir fá risastór hlutverk að spila við topplið í heiminum, leikmenn sem hafa varla mætt á landsliðsæfingu áður."

Freyr mun ekki stýra Íslandi í síðasta leiknum á mótinu þar sem hann verður í Danmörku afla sér UEFA pro þjálfararéttinda.

„Ég er ágætur í dönskunni. Ég er búinn að lenda nokkrum sinnum í að vera ringlaður í hópsamtölu en námið er spennandi og krefjandi. Danskan getur verið skemmtileg síðla kvölds," sagði Freyr að lokum en viðtalið í heild sinni er hér að ofan.

Sjá einnig:
Landsliðshópurinn fyrir Algarve: Tíu breytingar síðan í fyrra
Vonast til að Elín Metta verði klár í apríl - Óvíst með Sísí
Athugasemdir
banner
banner
banner