Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 15. febrúar 2018 13:57
Magnús Már Einarsson
Vonast til að Elín Metta verði klár í apríl - Óvíst með Sísí
Elín Metta Jensen.
Elín Metta Jensen.
Mynd: Fotbolti.net - Anna Þonn
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna, vonast til að Elín Metta Jensen nái að jafna sig af meiðslum í tæka tíð fyrir leikina gegn Slóveníu og Færeyjum í undankeppni HM í apríl næstkomandi.

Elín Metta er meidd og verður ekki með á æfingamótinu í Algarve. Hún missti einnig af leiknum gegn Noregi í síðasta mánuði.

Elín Metta hefur skorað þrjú mörk í fyrstu þremur leikjunum í undankeppninni. Hún skoraði meðal annars í 3-2 útisigrinum gegn Þýskalandi í október.

Sigríður Lára Garðarsdóttir, miðjumaður ÍBV, hefur einnig verið fjarverandi á þessu ári en hún greindist með liðagigt fyrir nokkrum vikum.

„Það er rosalega erfitt að segja með Sísí Láru. Hún er að glíma við þessi veikindi og þetta verður að koma í ljós," sagði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, í dag.

„Ég er bjartsýnni með Elínu Mettu. Hún verður kominn á fulla ferð eftir 2-3 vikur og það verður síðan að koma í ljós hvort hún verið komin í nógu gott stand til að spila landsleiki."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner