Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 15. mars 2017 23:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nasri brjálaður út í Vardy - Kallar hann svindlara
Enni í enni.
Enni í enni.
Mynd: Getty Images
Samir Nasri, leikmaður Sevilla, segir að Jamie Vardy, sóknarmaður Leicester City, sé svindlari. Þetta segir Nasri í kjölfarið á rauða spjaldinu sem hann fékk í Meistaradeildinni í gærkvöldi.

Nasri og félagar hans í Sevilla duttu úr leik gegn Leicester eftir 2-0 tap. Nasri fékk að líta sitt annað gula spjald sitt í leiknum og þar með rautt þegar hann og Jamie Vardy áttu í deilum og settu enni í enni. Staðan í leiknum var þá 2-0.

Vardy kipptist við og fiskaði Nasri af velli, auk þess að fá sjálfur gult fyrir atvikið. Nasri var alls ekki sáttur með Vardy.

„Hann ýtti við mér og ég sagði, ‘hvað ertu að gera?‘ Svo kom hann nálægt mér. Hann spilaði þetta vel. Við settum enni í enni og síðan datt hann í jörðina. Ég hélt að enski leikmaðurinn væri harðari en þetta," sagði Nasri.

„Í mínum augum, þá er hann svindlari. Ef hann væri erlendur leikmaður, þá myndu enskir fjölmiðlar kalla hann svindlara. Spilaðu leikinn eins og maður."

„Ég myndi elska að fá að tala við hann. En, þú veist, of margar myndavélar, of mikið öryggi, og ég verð að hugsa um næsta ár og að fá ekki stórt bann. Þú gætir ekki skrifað það sem ég myndi segja við hann," sagði Nasri að lokum.

Vardy hafnaði ásökunum Nasri í stuttri yfirlýsingu: „Ég er ekki svindlari og hef aldrei verið. Það er það eina sem ég hef að segja um málið."

Hér má sjá svipmyndir úr leiknum af Vísi en atvikið sem fjallað er um í þessari frétt kemur eftir 2 mínútur.
Athugasemdir
banner
banner
banner