Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fim 15. mars 2018 23:53
Ívan Guðjón Baldursson
Einar Örn: Ef þú lokar klofinu þá er bara opið annars staðar
Mynd: Guðmundur Karl
Mynd: Getty Images
Messi klobbaði Thibaut Courtois, markvörð Chelsea, tvisvar í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Messi klobbaði Thibaut Courtois, markvörð Chelsea, tvisvar í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Mynd: Getty Images
Elvar Geir Magnússon spjallaði við Einar Örn Jónsson, íþróttasérfræðing og fyrrverandi landsliðsmann í handbolta, um meiðsli Gylfa Þórs Sigurðssonar og framhaldið hjá íslenska karlalandsliðinu.

Gylfi meiddist snemma leiks í 2-0 sigri á Brighton en kláraði þrátt fyrir það 90 mínútur. Eftir leikinn birtust slæmar myndir af Gylfa og því var óttast að hann yrði frá í langan tíma og myndi jafnvel missa af HM.

Eftir læknisskoðun bendir allt hins vegar til þess að Gylfi verði kominn til baka tímanlega fyrir HM og geti jafnvel náð síðustu umferðum tímabilsins fyrir sumarið.

„Það komu virkilega góðar fréttir í hádeginu. Maður var aðeins farinn að giska á að þetta væri ekki svo alvarlegt að HM væri í hættu, vonandi," sagði Einar Örn.

„Ég var aldrei til í að kvitta uppá einhverjar dómsdagsspár strax eftir að þetta gerðist. Maður sá fólk alveg í kringum sig vera orðið frekar taugatrekkt útaf þessum meiðslum. Ef Aron Einar og Gylfi eru klárir þá er hægt að stoppa í flest önnur göt en akkurat þessi tvö."

Gylfi hefur alltaf hugsað gríðarlega vel um líkamann sinn og telur Einar það eiga eftir að hjálpa honum að koma fyrr úr meiðslum.

„Við getum alveg bókað að hann mun hugsa betur um líkamann en hann þarf og mun koma miklu sterkari út úr þessu en flestir aðrir í svipaðri stöðu."

Einar talaði um að Lionel Messi, sem mætir Íslandi með argentínska landsliðinu í riðlakeppni HM, sé að hans mati besti leikmaður heims og telur að það sé ekki hægt að stöðva hann.

„Ég er hægt og rólega að komast á þá skoðun að hann sé hreinlega óstöðvandi, það er bara ekkert sem andstæðingurinn getur gert til að stoppa þennan gæja.

„Þetta snýst um að lágmarka skaðann, stoppa allavega hina og vona að Messi geri ekki of mikinn óskunda. Ég sagði það í gær að ég veit ekki hvort ríkjandi tilfinningin sé kvíði eða spenna fyrir þessum leik úti í Rússlandi.

„Að við skulum yfir höfuð vera að deila um hver sé besti fótboltamaður heims er bara absúrd. Það er bara einn sem kemur til greina og hann er Argentínumaður."


Einar sagði pass þegar hann var spurður hvort Messi væri sá besti í sögunni. Hann gaf Hannesi Þóri Halldórssyni gott ráð til að láta Argentínumanninn knáa ekki klobba sig eins og Thibaut Courtois.

„Það er hægt að smíða svona net. Þú getur strengt net á milli fótanna, þá getur hann komið í veg fyrir að Messi hitti þarna á milli. Svo er það náttúrulega bara þannig að Messi vill hitta þar sem hann vill hitta. Ef þú lokar klofinu þá er opið einhversstaðar annarsstaðar."
Athugasemdir
banner
banner
banner