Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
banner
   fim 15. mars 2018 16:02
Elvar Geir Magnússon
Guðni forseti: Óttaðist að treyjan yrði doppótt
Icelandair
Guðni Th. með fyrstu treyjuna.
Guðni Th. með fyrstu treyjuna.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er ánægður með nýju landsliðstreyjuna sem kynnt var í dag.

Guðni fékk fyrstu treyjuna í hendurnar.

„Hún er stílhrein. Fyrir nokkrum vikum kom fram sýnishorn þar sem við sáum doppurnar. Þá var maður óttasleginn að öll treyjan yrði þannig," segir Guðni.

„Ég held að treyjan sé fín. Annars er það bara þannig að það skiptir engu máli hvernig treyjan lítur út. Það er þó skemmtilegt krydd í tilveruna að spá og spekúlera í þessu."

„Ég held að landsmenn munu taka þessa treyju í sátt. Þetta er okkar treyja og í henni munu strákarnir og svo stelpurnar okkar gera sitt besta fyrir land og þóð. Það er aðalatriðið."

Guðni vonast til að fara til Rússlands á HM þó ljóst sé að hann missir af fyrsta leiknum vegna 17. júní hátíðarhalda.

Sjáðu viðtalið hér að ofan en einnig er rætt við Benna Bongó úr Tólfunni.
Er Arne Slot rétti maðurinn fyrir Liverpool?
Athugasemdir
banner
banner