þri 15. apríl 2014 15:30
Magnús Már Einarsson
Dómarar í Ástralíu með hljóðnema
Bragi Bergmann var með hljóðnema í leik ÍA og Vals árið 1992.
Bragi Bergmann var með hljóðnema í leik ÍA og Vals árið 1992.
Mynd: Youtube
Dómarar í Ástralíu munu vera með hljóðnema í komandi leikjum í úrslitakeppninni þar í landi.

Sérstök atriði verða klippt úr samskiptum dómara og leikmanna og þau verða sýnd í sjónvarpsþætti í Ástralíu eftir leikina.

Svipuð tilraun var prófuð í leik ÍA og Vals á Akranesi árið 1992 þegar Bragi Bergmann dómari var með hljóðnema á sér.

Þónokkur harka var í leiknum og Bragi hafði í nógu að snúast við að spjalda leikmenn liðanna eins og sjá má á þessu myndbandi hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner