Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 15. apríl 2014 18:30
Fótbolti.net
Fótbolti.net tólf ára í dag
Fótbolti.net vann fjölmiðlamótið annað árið í röð.
Fótbolti.net vann fjölmiðlamótið annað árið í röð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net á tólf ára afmæli í dag en síðan hefur vaxið jafnt og þétt á þessum tíma og hefur aldrei verið vinsælli en nú.

Fjallað er um fótboltann frá öllum hliðum á fjölbreyttan hátt á síðunni.

Fjölmargir hafa komið að síðunni með einum eða öðrum hætti en í dag starfa fimm við síðuna í fullri vinnu og fjölmargir sem starfa í sjálfboðavinnu.

Þessi ellefu ár hafa heldur betur verið viðburðarrík. Aðalmarkmið síðunnar er að flytja lesendum fréttir og birta áhugaverð viðtöl.

Brot af því sem Fótbolti.net hefur gert á þessum ellefu árum...
- Fjallað um allar fótboltadeildir landsins.
- Tekið upp myndbandsviðtöl.
- Verið með textalýsingar frá fjölmörgum leikjum.
- Byrjað með íslenskan Fantasy leik.
- Fjallað ítarlega um mörg hitamál.
- Birt pistla sem vakið hafa mikla athygli.
- Tekið ótal myndir úr íslenskum fótboltaleikjum.
- Staðið fyrir uppboðum til styrktar góðum málefnum.
- Safnað undirskriftum til að fá Guðna Bergs til að spila áfram með landsliðinu.
- Staðið fyrir lokaballi, spurningakeppnum og ýmsum viðburðum.
- Haldið strandfótboltamót.
- Búið til nýtt undirbúningsmót fyrir meistaraflokka karla - Fótbolta.net mótið.
- Fylgt íslenskum landsliðum í mörg verkefni erlendis.
- Tekið viðtöl við þekkta erlenda menn á borð við Michel Platini, Ole Gunnar Solskjær, Ian Rush og Dietmar Hamann.
- Haldið úti vikulegum útvarpsþætti á X-inu.
- Látið leikmenn í Pepsi-deildinni taka áskorunum.
- Farið í samvinnu við SportTv um útsendingar frá fótboltaleikjum
- Verið með sjónvarpsþátt á SportTv
- Unnið fjölmiðlamótið í fótbolta tvö ár í röð.
Athugasemdir
banner
banner
banner