Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 15. apríl 2014 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Sky 
Garry Monk: Tveir sigrar ættu að duga
Garry Monk hefur verið hjá Swansea síðan 2004
Garry Monk hefur verið hjá Swansea síðan 2004
Mynd: Getty Images
Garry Monk, sem stýrir Swansea út tímabilið, segir að tveir sigrar í síðustu fjóru leikjunum séu það sem þarf til að bjarga liðinu frá falli.

Swansea er aðeins þremur stigum frá falli eftir tap gegn Chelsea á sunnudaginn.

Næsti leikur liðsins er gegn Newcastle og veit Monk að sigur er nauðsynlegur í harðri fallbaráttu.

,,Við erum augljóslega ekki í góðri stöðu. Við erum ekki öruggir og höfum fjóra leiki til að bjarga okkur, þetta er ekki staða sem við viljum vera í," sagði Monk.

,,Við höfum þetta í höndum okkar en verðum að gera eitthvað sem fyrst og fá stig á töfluna í næsta leik.

,,Tveir sigrar ættu að duga en við ætlum bara að huga að því að vinna næsta leik."

Athugasemdir
banner
banner
banner