Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 15. apríl 2014 21:06
Alexander Freyr Tamimi
Podolski: Meistaradeildin er mjög mikilvæg
PoGOALski setti tvö í kvöld.
PoGOALski setti tvö í kvöld.
Mynd: Getty Images
Lukas Podolski, framherji Arsenal, var að vonum ánægður eftir 3-1 sigurinn gegn West Ham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Þýski landsliðsmaðurinn skoraði tvö mörk og hjálpaði Lundúnaliðinu að endurheimta 4. sæti deildarinnar.

,,Meistaradeildin er mjög mikilvæg og við þurfum að einbeita okkur að næsta leik til að ganga úr skugga um að við getum komist áfram. Það var mikilvægt að skora fyrir leikhlé og að ná sigri í þessum grannaslag," sagði Podolski.

,,Enski bikarinn er ekki fyrr en eftir að deildinni er lokið, við hugsum ekki um úrslitaleikinn og einbeitum okkur bara að úrvalsdeildinni, því það vilja allir spila í Meistaradeildinni. Það er mikilvægt fyrir félagið."
Athugasemdir
banner
banner
banner