Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 15. apríl 2014 21:30
Alexander Freyr Tamimi
Russel Brand vann mál gegn Sun - Gefur til Hillsborough
Russel Brand gefur til Hillsborough samtakanna.
Russel Brand gefur til Hillsborough samtakanna.
Mynd: Getty Images
Leikarinn og grínistinn Russel Brand er grjótharður stuðningsmaður West Ham, en hann hefur heldur betur unnið sér stað í hugum og hjörtum stuðningsmanna Liverpool eftir nýjustu ákvörðun sína.

Brand sagði í dag á Twitter að hann ætlaði að styrkja fórnarlömb Hillsborough slyssins með peningum sem hann vann eftir málaferli við dagblaðið The Sun.

The Sun er hatað dagblað í Liverpool borg eftir að hafa klínt Hillsborough slysinu á fótboltabullur, en í dag eru 25 ár frá þessu skelfilega slysi sem kostaði 96 manns lífið.

Rannsóknir sýndu að slysið hefði alls ekki verið stuðningsmönnum Liverpool að kenna og er Brand heldur ekki aðdáandi. Hann ákærði blaðið fyrir lygar og rógburð og vann málið. Ætlar hann að gefa allan peninginn sem hann vann frá blaðinu til "Justice for the 96" samtakanna.

Líklegt er að Brand verði boðinn hjartanlega velkominn á Anfield ef hann kýs að leggja leið sína þangað.



Athugasemdir
banner
banner
banner