þri 15. apríl 2014 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Wenger: Hefði verið hræðilegt að detta úr bikarnum
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger viðurkennir að leikmenn Arsenal hafi kannski verið kærulausir síðustu vikurnar í ensku deildinni enda er liðið ekki búið að vinna leik síðan 16. mars.

Arsenal er í fimmta sæti deildarinnar eftir að hafa verið síðast á toppi hennar 20. janúar.

Liðið er í baráttu við Everton um síðasta lausa meistaradeildarsætið og segir Wenger að kæruleysi gæti hafa spilað inn í vegna þess að Arsenal er búið að vera í titilbaráttunni allt tímabilið.

,,Okkur leið kannski eins og við værum búnir að tryggja okkur meistaradeildarsætið," sagði Wenger.

,,Við höfum átt erfitt leikjaprógram og andleg þyngd taps í stórleik er gríðarleg. Það er mjög erfitt að halda sér góðum andlega þegar það eru margir erfiðir stórleikir í röð.

,,Það hefði verið hræðilegt að detta úr FA bikarnum. Það að við náðum jákvæðum úrslitum hjálpar okkur andlega og ég tel að leikmennirnir höndli þetta líkamlega."

Athugasemdir
banner
banner
banner