Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 15. apríl 2018 17:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Albert hollenskur meistari með PSV (Staðfest)
Mynd: Getty Images
PSV Eindhoven varð hollenskur meistari í 24. sinn í dag er liðið lagði það lið sem hefur oftast hrepp hollenska meistaratitilinn Ajax (33 sinnum) að velli í Eindoven.

PSV komst yfir á 23. mínútu þegar Gaston Pereiro skoraði en fyrir hlé var besti maður vallarsins, Luuk de Jong búinn að bæta við öðru marki fyrir heimamenn.

Hinn tvítugi Steven Bergwijn gerði algjörlega út um leikinn snemma í seinni hálfleiknum þegar hann skoraði þriðja mark PSV.

Tveir leikmenn Ajax, þeir Nicolas Taglifico og Siem de Jong, létu reka sig af velli áður en leikurinn kláraðist en það breytti engu. Leiknum lauk með öruggum 3-0 sigri PSV.

Það á enn eftir að leika þrjár umferðir í Hollandi en ekkert lið getur náð Alberti Guðmundssyni og félögum í PSV. Albert var ónotaður varmaður í leiknum í dag.



Athugasemdir
banner
banner
banner