Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 15. apríl 2018 18:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Danmörk: Rúnar náði ekki að gera Hirti greiða
Rúnar Alex Rúnarsson.
Rúnar Alex Rúnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Alex Rúnarsson stóð í marki Nordsjælland er liðið tapaði fyrir Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

Fyrsta mark leiksins kom á 39. mínútu þegar Jakob Poulsen kom boltanum fram hjá Rúnari Alex í marki Nordsjælland. Staðan varð 2-0 fyrir Midtjylland snemma í seinni hálfleiknum þegar Bozhidar Kraev skoraði.

Nordsjælland minnkaði muninn nokkrum mínútum síðar er Victor Nelsson skoraði og meðbyrinn var allt í einu Nordsjælland í hag.

Títtnefndur Nelsson lét hins vegar reka sig af velli þegar 20 mínútur voru eftir og Nordsjælland náði ekki að komast lengra. Lokatölur voru 2-1 fyrir Midtjylland.

Midtjylland er á toppi deildarinnar ásamt Bröndby, bæði lið eru með 69 stig þegar sjö umferðir eru eftir. Hjörtur Hermannsson og félagar í Bröndby unnu FCK Kaupmannhöfn áðan. Hjörtur var ónotaður varamaður.

Nordsjælland er í þriðja sæti, 16 stigum á eftir toppliðunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner