Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 15. apríl 2018 22:30
Gunnar Logi Gylfason
Frakklandsmeistaratitill bjargar ekki Emery
Mynd: Getty Images
PSG endurheimti Frakklandsmeistaratitilinn í kvöld með því að rótbursta Monaco 7-1.

Það er þó ekki nóg til að stjóri PSG, Unai Emery, haldi starfinu.

Markmið eiganda félagsins, Qatar Sports Investments, er mjög skýrt. Félagið á að vinna Meistaradeild Evrópu. Það hefur ekki enn tekist og hafa nokkrir stjórar fengið að taka pokann sinn þar sem það hefur mistekist.

PSG datt út gegn Real Madrid, samanlagt 5-2, en eigendurnir vilja sjá árangur fyrir utan Frakkland, þar sem liðið er langbesta liðið.

Það verður spennandi að sjá hver næsti stjóri PSG verður.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner