Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   sun 15. apríl 2018 17:55
Gunnar Logi Gylfason
Ítalía: Juventus í góðum málum á toppnum
Leikmenn Juventus hristu af sér svekkelsið.
Leikmenn Juventus hristu af sér svekkelsið.
Mynd: Getty Images
Juventus 3-0 Sampdoria
1-0 Mario Mandzukic (45')
2-0 Benedikt Höwedes (60')
3-0 Sami Khedira (75')

Juventus er í góðum málum eftir öruggan sigur á Sampdoria rétt í þessu. Það er greinilegt að liðsmenn Juventus hafi hrist af sér svekkelsið eftir leik liðsins gegn Real Madrid í Meistaradeildinni í vikunni.

Juventus er í mikilli baráttu um Ítalíumeistaratitilinn við Napoli, sem mistókst að sigra AC Milan í dag.

Fyrsta mark dagsins lét bíða eftir sér þangað til í lok fyrri háfleiks þegar Króatinn Mario Mandzukic kom heimamönnum yfir í Torino.

Þegar stundarfjórðungur var liðinn af seinni hálfleik skoraði þýski varnarmaðurinn Benedikt Höwedes áður en landi hans, Sami Khedira, skoraði þriðja mark heimamanna og innsiglaði þarf með sigur þeirra.

Eftir þennan sigur er Juventus með sex stiga forskot á Napoli þegar sex leikir eru eftir.
Athugasemdir
banner
banner