Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 15. apríl 2018 17:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Magnaður árangur Guardiola - Sá fyrsti af Spánverjum
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola er Englandsmeistari. Hann náði því afreki á sínu öðru tímabili hjá Manchester City.

Guardiola hefur unnið titla hvert sem hann hefur farið, en hann hefur stýrt Barcelona, Bayern München og Manchester City.

„23 titlar og hann er ekki búinn... eftir níu ár sem knattspyrnustjóri. Í þremur mismunandi löndum. Og það eru enn efasemdarmenn þarna úti. Til hamingju Man City og Pep," skrifar íþróttafréttamaðurinn Guillem Balague á Twitter.

Einu tímabilin þar sem Guardiola hefur ekki orðið deildarmeistari var með City í fyrra og Barcelona 2012.

Þess ber einnig að geta að Pep Guardiola er fyrsti spænski knattspyrnustjórinn sem vinnur ensku úrvalsdeildina, hann er fyrstur Spánverja til að hampa titilinum stóra á Englandi.





Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner