banner
   sun 15. apríl 2018 17:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho: Ekki 20 ár síðan ég vann ensku úrvalsdeildina
Man City er Englandsmeistari
Mourinho í rigningunni á Old Trafford.
Mourinho í rigningunni á Old Trafford.
Mynd: Getty Images
„Við vorum meistarar í að flækja hlutina, allt var flókið hjá okkur," sagði Jose Mourinho, stjóri Manchester United, við Sky Sports eftir tap gegn botnliði ensku úrvalsdeildarinnar, West Brom á Old Trafford.

Mourinho var verulega ósáttur með spilamennsku sinna manna. „Það var allt hægt hjá okkur."

„Það vantaði flæði í leik okkar. Við áttum ekki skilið að tapa, en við gáfum þeim tækifæri til að vinna."

United vann magnaðan sigur á Manchester City um síðustu helgi en Mourinho vill meina að ekkert vanmat hafi verið fyrir þennan leik.

„Ég fór ekki tunglsins af því að við unnum Manchester City. Ég sá marga í skýjunum með þann sigur og það sást að viðhorf leikmanna var öðruvísi í dag."

Manchester City er Englandsmeistari eftir þessi úrslit á Old Trafford.

„Ég hef unnið titla áður og ég væri ekki ánægður að vinna titil af því að einhverjir aðrir töpuðu leik. En City vann titilinn af því að þeir fengu fleiri stig en allir aðrir. Það er ekki sanngjarnt að segja að City hafi unnið titilinn af því að United tapaði hérna."

Getur United veitt City samkeppni á næsta tímabili?

„Ég treysti á mína vinnu. Átta titlar og þrír enskir meistaratitlar. Ég vann ensku úrvalsdeildina ekki síðast fyrir 20 árum, heldur fyrir þremur árum. Ég veit hvernig á að vinna," sagði Mourinho.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner