Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 15. apríl 2018 18:10
Gunnar Logi Gylfason
Noregur: Ingvar á bekknum í endurkomu Sandefjord - Orri Sigurður spilaði í 1.deildinni
Ingvar horfði á liðið sitt fá á sig þrjú mörk
Ingvar horfði á liðið sitt fá á sig þrjú mörk
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Sarpsborg
Ingvar Jónsson er í mikilli baráttu um að komast í íslenska landsliðshópinn fyrir HM í Rússlandi í sumar.

Í dag horfði hann á lið sitt, Sandefjord, gera 3-3 jafntefli við Kristiansund af bekknum, þar sem Kristiansund var 1-3 yfir eftir 73 mínútur en Sandefjord jafnaði í uppbótartíma.

Sandefjord er með fimm stig eftir fimm leiki en ljóst er að Ingvar þarf að spila til að eiga möguleika á landsliðssæti í sumar.

Í 1.deildinni spilaði Orri Sigurður Ómarsson allan leikinn er lið hans gerði 1-1 jafntefli við Åsane.

Þetta var annað stig Orra og félaga í þremur leikjum.

Sandefjord 3-3 Kristiansund
0-1 Daouda Bamba (3')
1-1 Pontus Engblom (8')
1-2 Daouda Bamba (47')
1-3 Benjamin Stokke (73')
2-3 Falmur Kastrati, víti (75')
3-3 Sjálfsmark (93')

Aasane 1-1 Hamarkameratene
1-0 Dennis Agyare Antwi (7')
1-1 Lars Brotangen, víti (77')
Athugasemdir
banner
banner