Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   sun 15. apríl 2018 23:30
Gunnar Logi Gylfason
Salah: Meistaradeildin mikilvægari en markamet
Salah hefur verið óstöðvandi
Salah hefur verið óstöðvandi
Mynd: Getty Images
Mohamed Salah, markahæstu leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar, mun mæta sínu gamla félagi, Roma, í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.

Salah er á góðri leið með að vinna gullskóinn en segir Meistaradeildina mikilvægari en markaskorunin hans.

„Það er mikils virði. Ég reyni að skora í hverjum leik og hjálpa liðinu að safna stigum. Það er það mikilvægasta fyrir okkur, að við spilum eins og lið, 11 leikmenn, svo hvert mark sem ég skora er fyrir liðið," sagði Egyptinn og hélt svo áfram.

„Þetta er frábær tilfinning, að sjálfsögðu er þetta frábær tilfinning, en ég er bara ánægður að skora til að hjálpa liðinu. Ef ég ætti að velja milli Meistaradeildarinnar og Gullskósins þá væri það Meistaradeildin, engin spurning Meistaradeildin. Að vinna hana er risastórt fyrir alla. Mér er sama um restina," sagði þessi markheppni sóknarmaður að lokum.

Fyrri leikur Liverpool og Roma fer fram 24. apríl á Anfield.
Athugasemdir
banner