Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 15. apríl 2018 20:37
Gunnar Logi Gylfason
Spánn: Real Madrid heldur í við nágranna sína í Atletico
Isco skoraði fyrir Real Madrid í dag
Isco skoraði fyrir Real Madrid í dag
Mynd: Getty Images
Flamini fékk rautt spjald með Getafe í dag
Flamini fékk rautt spjald með Getafe í dag
Mynd: Getty Images
Þá er öllum leikjum í La Liga lokið í dag.

Getafe fékk Katalóníulið Espanyol í heimsókn í næstsíðasta leik dagsins og vann góðan 1-0 sigur þar sem Damian Suarez skoraði markið á 53. mínútu.

Heimamenn héldu út þrátt fyrir að vera einum manni færri síðasta hálftímann eftir að Mathieu Flamini, fyrrum leikmaður Arsenal, fékk tvö gul spjöld með stuttu millibili og þar með rautt.

Real Madrid fór í heimsókn til botnliðs deildarinnar, Malaga.

Búist var við sigri gestanna fyrirfram en heimamenn eru að berjast fyrir lífi sínu í botnbaráttunni en líkurnar eru ekki miklar á að liðið haldi sér í deildinni enda langt frá öruggu sæti.

Piltarnir úr höfuðborginni fóru inn í hálfleikinn með 0-1 forystu en Isco skoraði markið á 29. mínútu. Casemiro tvöfaldaði forystuna á 63.mínútu og útlitið orðið ansi dökkt fyrir heimamenn.

Malaga skoraði sárabótamark í lokin og minnkaði muninn í eitt mark en nær komust heimamenn ekki og 1-2 sigur Real Madrid staðreynd.

Getafe 1-0 Espanyol
1-0 Damian Suarez (53')
Rautt spjald:Mathieu Flamini, Getafe (61')

Malaga 1-2 Real Madrid
0-1 Isco (29')
0-2 Casemiro (63')
1-2 Diego Rolan (90')
Athugasemdir
banner
banner
banner