Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 15. apríl 2018 17:31
Gunnar Logi Gylfason
Svíþjóð: Misjafnt gengi Íslendingaliðanna
Jón Guðni Fjóluson spilaði allan leikinn í sigri Norrköping í dag
Jón Guðni Fjóluson spilaði allan leikinn í sigri Norrköping í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elías Már Ómarsson byrjaði inn á fyrir Gautaborg en gat ekki komið í veg fyrir tap
Elías Már Ómarsson byrjaði inn á fyrir Gautaborg en gat ekki komið í veg fyrir tap
Mynd: Getty Images
Þrír leikir voru á dagskrá í sænsku úrvalsdeildinni í dag, Allsvenskan. Nokkur Íslendingalið spiluðu og var gengi þeirra misjafnt.

Haukur Heiðar Hauksson sat allan tímann á varamannabekk AIK þegar liðið vann öruggan 2-0 sigur á Djurgården á heimavelli í dag þar sem gestirnir enduðu með tíu menn inn á eftir að Yura Movsisyan fékk rautt spjald undir lokin.

Íslendingarnir, Jón Guðni Fjóluson og Guðmundur Þórarinsson léku allan tímann í liði Norrköping í dag er liðið lék gegn Kalmar. Norrköping sigraði leikinn 3-1 eftir að hafa lent undir eftir tæplega tíu mínútna leik.

Elías Már Ómarsson byrjaði inn á með liði sínu, IFK Gautaborg, í leik liðsins gegn Östersunds, sem lék gegn Arsenal í Evrópudeildinni í vetur, og spilaði hann 63 mínútur.

Hann náði ekki að setja mark sitt á leikinn en Östersunds vann leikinn 2-1 eftir að hafa komist í 2-0.

Eftir þessa leiki eru AIK og Norrköping á toppi deildarinnar með 7 stig eftir þrjá leiki. Gautaborg er um miðja deild með einn sigur úr þremur leikjum.

AIK 2-0 Djurgården
1-0 Rasmus Lindkvist (15')
2-0 Tarik Elyounoussi (45')
Rautt spjald: Yura Movsisyan, Djurgården (90')

IFK Norrköping 3-1 Kalmar FF
0-1 Viktor Elm (9')
1-1 Alexander Jakobsen (11')
2-1 David Moberg Karlsson (46')
3-1 Jordan Larsson (90')

Östersunds FK 2-1 IFK Gautaborg
1-0 Curtis Edwards (58')
2-0 Saman Ghoddos (64')
2-1 Mikkel Diskerud (73')
Athugasemdir
banner
banner
banner