Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 15. apríl 2018 20:00
Gunnar Logi Gylfason
Tímabil Man City í tölum - Geta bætt mörg met
Guardiola hefur gert góða hluti með Man City
Guardiola hefur gert góða hluti með Man City
Mynd: Getty Images
Manchester City vann ensku úrvalsdeildina í þriðja skiptið í dag og varð Englandsmeistari í fimmta skiptið í sögunni.

Mirror hefur tekið saman skemmtilega tölfræði um tímabilið hjá liðinu og hér að neðan eru nokkrir punktar.

7 - Guardiola hefur orðið landsmeistari í sjö af níu tímabilum sem þjálfari í efstu deild, einu undantekningarnar eru 2011-2012 tímabilið með Barcelona og síðasta tímabil með City.

21 - Sergio Aguero er markahæsti leikmaður liðsins, með 21 mark, og þriðji markahæsti í deildinni á eftir Harry Kane og Mohamed Salah.

15 - Kevin de Bruyne er stoðsendingahæstur í deildinni með 15 stoðsendingar. í 2.-3. sæti eru Leroy Sane og David Silva með ellefu stoðsendingar hvor.

25 - Liðið hefur fengið á sig 25 mörk en ekkert lið hefur fengið færri mörk á sig á tímabilinu.

14 - Liðið hefur haldið 14 sinnum hreinu. Aðeins nágrannarnir í Man United hafa haldið oftar hreinu (16 sinnum).

5 - Fimm leikir eru eftir af tímabilinu en það er jöfnun á meti í efstu deild á Englandi. Liðin sem höfðu náð þeim áfanga áður voru Manchester United (1907-08 & 2000-01) og Everton (1984-85).

240 - City hefur verið 240 daga í efsta sæti á tímabilinu. Það er aðeins einum degi minna en Manchester United hefur verið á toppnum síðan Sergio Aguero skoraði markið sem tryggði City titilinn í maí 2012.

18 - Met yfir flesta sigra í röð frá sigri gegn Bournemouth 26. ágúst til 27. desember gegn Newcastle. Markalaust jafntefli gegn Crystal Palace a gamlársdag endaði þessa 18 leikja sigurhrinu.

2 - Liðið hefur aðeins tapað tveimur leikjum. 4-3 gegn Liverpool í janúar og 3-2 gegn Man United í apríl

5 - City er aðeins fimm stigum frá stigameti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni, sem liðið setti tímabilið 2004-05. Tveir sigrar í síðustu fimm leikjunum sjá til þess að metið verði slegið.

1 - Pep Guardiola er fyrir Spánverjinn til að vinna efstu deildina á Englandi sem þjálfari.

2.64 - City fékk að meðaltali 2.64 stig í hverjum leik á tímabilinu; næst besti árangur Guardiola á eftir 2013-14 tímabilinu þar sem hann fékk 2.65 stig að meðaltali.

Auk þess má bæta við að City er aðeins tíu mörkum frá því að ná markameti ensku úrvalsdeildarinnar sem Chelsea setti tímabilið 2009-10 þegar liðið skoraði 103 mörk.
Athugasemdir
banner
banner