banner
   sun 15. apríl 2018 22:00
Gunnar Logi Gylfason
Vidic finnst leikmenn Man Utd taka of margar snertingar
Mynd: Getty Images
Nemanja Vidic, fyrrum fyrirliði Manchester United, finnst liðið taka of margar snertingar en þetta sagði hann eftir tapleik liðsins gegn botnliði West Bromwich Albion í dag.

„Í dag sýndu þeir okkur ekki það sem við bjuggumst við. Sóknarleikurinn var of hægur og það var svekkjandi," sagði Serbinn.

„Það er það sem ég hef áhyggjur af, ég vil sjá United spila hraðar, hreyfa boltann hraðar. Það eru of margar snertingar, það er vandamálið, sérstaklega gegn minni liðunum," hélt hann áfram og bætti við, „þeir eru með gott lið, góða leikmenn en stundum þurfa leikmenn að sýna vilja, sýna orku, hlaupa meira en önnur lið."

„Þeir hreyfðu sig ekki vel án bolta, þeir hreyfðu sig ekki hratt. Leikmennirnir stóðu sig ekki eins og þeir vildu. Það er sorglegt að sjá Man United tapa á heimavelli gegn West Brom, liði sem hafði bara unnið þrjá leiki allt tímabilið," sagði serbneski harðjaxlinn að lokum.

Vidic spilaði með Manchester United í 8 og hálft ár og vann á þeim tíma fimm Englandsmeistaratitla og Meistaradeildina einu sinni, allt undir stjórn Sir Alex Ferguson.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner