Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 15. apríl 2018 20:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viktor Andri með Jóni Gísla til Ítalía - Á reynslu hjá Padova
Jón Gísli Eyland Gíslason.
Jón Gísli Eyland Gíslason.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Við greindum frá því í síðustu viku að Jón Gísli Eyland leikmaður Tindastóls væri á leið til ítalska félagsins Padova á reynslu.

Jón Gísli er fæddur 2002 en hann mun ekki fara einn því Viktor Andri Hafþórsson, sóknarmaður úr Fjölni fer líka.

Vikor Andri er fæddur árið 2001 og hefur leikið fyrir U17 landslið Íslands, líkt og Jón Gísli.

Þeir fara út til Ítalíu í dag og verða fram á föstudag.

Padova er sögufrægt félag á Ítalíu og er sem stendur í C-deildinni þar en er þar í verulega góðri stöðu til að komast upp um deild og spilar líklega í B-deildinni á næsta ári. Fyrir ekki svo mörgum árum lék liðið oftar en ekki í A-deildinni.
Athugasemdir
banner
banner