fös 15. júní 2018 21:29
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
3. deild: KV að troða sokk upp í spámenn
KV er á toppi deildarinnar.
KV er á toppi deildarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
KV er á toppnum í 2. deild eftir sigur á Sindra í kvöld. KV var 2-0 yfir í hálfleik en kláraði leikinn með góðum kafla í seinni hálfleik. Sindri er í næstneðsta sæti með fjögur stig úr sex leikjum.

Það að KV sé á toppnum er afar athyglisvert í ljósi þess að KV var spáð botnsæti deildarinnar af fyrirliðum og þjálfurum fyrir mót.

KV er með 13 stig eftir sex leiki en þar á eftir koma KH, Dalvík/Reynir, KFG og Augnablik.

Einnig í kvöld þá vann KF sigur gegn Ægi. Ægir fékk tvö rauð spjöld sem hjálpaði klárlega KF að landa sínum öðrum sigri í sumar. KF er í áttunda sæti og Ægir í sjötta sæti.

KF 2 - 0 Ægir
1-0 Ljubomir Delic ('69)
2-0 Grétar Áki Bergsson ('87)
Rautt spjald: Einar Ottó Antonsson, Ægir ('62), Jonathan Hood, Ægir ('81)

KV 4 - 1 Sindri
1-0 Andri Magnússon ('3)
2-0 Andri Magnússon ('26)
3-0 Egill Jónsson ('66)
4-0 Andri Magnússon ('77)
4-1 Steindór Sigurjónsson ('87)

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner