Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   fös 15. júní 2018 15:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lið 9. umferðar: Tveir mjög efnilegir
Willum er mjög flinkur í fótbolta.
Willum er mjög flinkur í fótbolta.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jónatan Ingi Jónsson átti virkilega góðan leik í gær.
Jónatan Ingi Jónsson átti virkilega góðan leik í gær.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Níundu umferð Pepsi-deildar karla lauk í gær með fjórum leikjum. FH og KR unnu stórsigra gegn Keflavík og Víkingi R. og eru leikmenn þeirra í aðalhlutverki í liði umferðarinnar.

KR-ingar eru með þrjá fulltrúa, Kristinn Jónsson, Morten Beck og Óskar Örn Hauksson. Hjá FH kemst hinn efnilegi Jónatan Ingi Jónsson í liðið ásamt félaga sínum, Færeyingnum Brand Olsen.



Guðjón Baldvinsson og Haraldur Björnsson voru flottir er Stjarnan sigraði KA á útivelli í gær. Þetta var fyrsta tap KA á útivelli í sumar og Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari umferðarinnar annað sinn í röð. Þetta var þriðji sigur Stjörnunnar í röð í deildinni.

Kristinn Freyr Sigurðsson og Eiður Aron Sigurbjörnsson fóru fyrir Val í sigri Vestmannaeyjum og Gunnar Þorsteinsson stjórnaði miðjunni hjá Grindavík er liðið lagði Fjölni að velli í gærkvöld.

Þá var Willum Þór Willumsson besti maður Breiðabliks er liðið sigraði Fylki á heimavelli. Willum og Jónatan eru tveir efnilegir strákar sem eru að spila mjög vel í Pepsi-deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner