Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 15. júní 2018 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bestur í 9. umferð: Ekkert grín að vera einn úti
Jónatan Ingi er leikmaður níundu umferðar hjá Fótbolta.net.
Jónatan Ingi er leikmaður níundu umferðar hjá Fótbolta.net.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Jónatan er aðeins 19 ára gamall.
Jónatan er aðeins 19 ára gamall.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Jónatan ákvað að koma aftur heim eftir tæp þrjú ár í atvinnumennsku. ,,Það er mun stærra skref að spila með FH heldur en unglingaliði úti og þá lá leiðin heim.
Jónatan ákvað að koma aftur heim eftir tæp þrjú ár í atvinnumennsku. ,,Það er mun stærra skref að spila með FH heldur en unglingaliði úti og þá lá leiðin heim.
Mynd: FH
Jónatan Ingi Jónsson, 19 ára gamall leikmaður FH, er leikmaður níundu umferðar Pepsi-deildar karla. Hann skoraði tvö mörk og fór fyrir liði FH er Hafnarfjarðarfélagið sigraði Víking R. í gærkvöld, 3-0

Sjá einnig:
Jónatan: Hefur alltaf kallað mig „límið" síðan á Shellmóti

„Leikurinn var flottur fyrir utan kannski fyrstu 10 mínúturnar, en eftir það tókum við öll völd. Það er virkilega mikilvægt að taka þrjú stig. Það er alltaf gaman að skora og hjálpa liðinu og vona ég að ég geti gert meira af því í sumar," sagði Jónatan er Fótbolti.net heyrði í honum í dag.

Jónatan kom til FH í apríl eftir að hafa verið í atvinnumennsku í Hollandi. Hann skoraði sín fyrstu mörk í Pepsi-deildinni í gær og kveðst bara nokkuð sáttur með sína byrjun á tímabilinu.

„Þetta hefur farið ágætlega af stað hjá mér, en það er alltaf hægt að gera betur. Við erum með gríðarlega sterkan hóp og góða samkeppni í öllum stöðum. Eg er þakklátur að hafa fengið tækifæri og finnst ég hafa tekið þau ágætlega."

FH er í fimmta sæti með 16 stig, en það eru aðeins tvö stig í toppliðið sem eru Íslandsmeistarar Vals.

„Markmið FH er alltaf að vinna og það er ekkert öðruvísi í ár. Deildin í ár er mjög jöfn, en við erum að slípast saman og að verða betri og betri sem lið með hverjum leiknum."

Næsti leikur FH er einmitt í næstu viku við Val.

„Það verður erfiður leikur eins og allir leikir í þessari deild. Eins og ég sagði þá stefnum við alltaf á sigur og eg hef mikla trú á okkur ef við spilum þennan leik við Val saman sem lið, hjálpum og berjumst fyrir hvorn annan."

Smelltu hér til að sjá mörk Jónatans í gær.

„Það er ekkert grín að vera einn úti"
Jónatan fór út til AZ Alkmaar í Hollandi sumarið 2015 og var þar í tæp þrjú ár áður en hann kom heim fyrir sumarið. Um tíma sinn í Hollandi segir Jónatan:

„Það gekk bara vel, sem betur fer fékk ég alltaf að spila og stóð mig ágætlega. Auðvitað er margt sem maður hefði viljað gera öðruvisi en það er alltaf þannig. Þetta fer allt í reynslubankann. Ég væri engan veginn sá leikmaður sem eg er í dag ef eg hefði ekki farið út. Maður bætir sig griðarlega sem fótboltamaður en styrkist líka ótrulega mikið andlega á því að fara út og ég held að fólk vanmeti það. Það er ekkert grín að vera einn úti."

„Ég tel mig hafa bætt mig mjög mikið sem leikmaður og styrkst. Hins vegar hefði ég viljað vera kominn nær aðalliðinu, en það gekk ekki upp í þetta skiptið."

Jónatan segir að það hafi verið nokkrir möguleikar í stöðunni áður en hann valdi að koma heim í Hafnarfjörðinn. Hann sér ekki eftir þeirri ákvörðun í dag.

„Það voru nokkrir möguleikar í stöðunni. Það var annað hvort það að leita mér að öðru liði í júlíglugganum úti og spila áfram í unglinga- og varaliðum en ég var ekkert svakalega spenntur fyrir því þar sem mér finnst ég vera kominn á þann aldur að þurfa að spila meistaraflokksbolta."

„Það er mun stærra skref að spila með FH heldur en unglingaliði úti og þá lá leiðin heim. Þetta þurfti að gerast hratt þar sem að tímabilið á Íslandi er stutt. FH er mitt uppeldisfélag og eitt af stærstu liðunum á Íslandi, þannig mig langaði mest að koma hingað, en það er auðvitað gríðarleg áskorun þar sem hópurinn er sterkur. Ég er bara spenntur að takast á við þessa áskorun og ég sé ekki eftir henni hingað til!"

Er stefnan tekin aftur út?

„Eins og stendur er ég bara að einbeita mér að tímabilinu hjá FH og er lítið að hugsa um annað núna. Ég er nýfluttur heim og nýt þess virkilega að spila með FH og vera partur af þessum góða hóp," sagði Jónatan að lokum.

Domino's gefur verðlaun
Jónatan fær pizzaveislu frá Domino's í verðlaun fyrir að vera leikmaður umferðarinnar. Jónatan er hefðbundinn í sínu vali á Domino's og ætlar að skella sér á Meat&Cheese.

Fyrri leikmenn umferðarinnar
Leikmaður 8. umferðar - Guðmundur Steinn Hafsteinsson (Stjarnan)
Leikmaður 7. umferðar - Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Leikmaður 6. umferðar - Almarr Ormarsson (Fjölnir)
Leikmaður 5. umferðar - Sito (Grindavík)
Leikmaður 4. umferðar - Aron Jóhannsson (Grindavík)
Leikmaður 3. umferðar - Emil Ásmundsson (Fylkir)
Leikmaður 2. umferðar - Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
Leikmaður 1. umferðar - Sveinn Aron Guðjohnsen (Breiðablik)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner