Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fös 15. júní 2018 14:41
Elvar Geir Magnússon
Heimild: mbl.is 
Dýrustu auglýsingasekúndur frá upphafi
Icelandair
Strákarnir okkar trekkja að.
Strákarnir okkar trekkja að.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það sem er áhuga­vert fyr­ir þetta mót núna er að það hafa aldrei jafn marg­ir aðilar frum­gert lang­ar sjón­varps­aug­lýs­ing­ar fyr­ir nokk­urn sjón­varps­viðburð," segir Einar Logi Vignisson, auglýsingastjóri RÚV, í viðtali við mbl.is.

Sek­únd­an í aug­lýs­inga­hléi á RÚV í leik Íslands og Arg­entínu á morgun er sú dýr­asta frá upp­hafi að nafn­v­irði.

Hver sekúnda kostar 18.000 krón­ur. Miðað við þetta verð myndi ein birt­ing á nýrri 100 sek­úndna HM aug­lýs­ingu Coca-Cola á Íslandi kosta 1,8 millj­ón­ir króna.

Aug­lýs­inga­tím­ar í hálfleik í leikj­um Íslands eru uppseldir.

„Menn eru nán­ast ekk­ert að spá í aðra leiki, eins og leiki enska landsliðsins, sem oft er mik­il eft­ir­spurn eft­ir. Öll at­hygl­in er á leiki Íslands og svo aðra leiki í riðlin­um sem Ísland leik­ur í," segir Einar við Viðskipta-Moggann.

Neysluvenjur breytast þegar stórmót í fótbolta fer fram og sala á gosi, snakki, bjór, grill­kjöti, sjón­vörp­um og sóf­um er dæmi þar um eins og Einar talar um í viðtalinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner