Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fös 15. júní 2018 16:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hefur náðst full sátt í málinu á milli Óla Jó, Víkings og Vals
Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals.
Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur og Víkingur R. sendu fyrir stuttu frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að fullri sátt hafi verið náð í máli Ólafs Jóhannessonar, þjálfara liðsins, og Víkings R.

Það hefur myndast töluverður rígur á milli félaganna í kjölfar ummæla sem Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, lét út úr sér í þættinum Návígi hjá Gunnlaugi Jónssyni á Fótbolta.net.

Víkingur kvartaði til KSÍ vegna ummælanna og sendi frá sér yfirlýsingu þar sem skorað var á Óla að biðjast afsökunar.

KSÍ gaf Valsmönnum hundrað þúsund króna sekt í kjölfar ummælanna en hún var dregin til baka eftir áfrýjun frá Val.

Víkingur sendi svo frá sér aðra yfirlýsingu þar sem lýst er yfir áhyggjum yfir því að Valur þurfi ekki að bera ábyrgð á þjálfara sínum á opinberum vettvangi.

Í dag sendu félögin og Ólafur Jóhannesson frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem fram kemur að fullri sátt hafi verið náð.

„Að undanförnu hafa ásakanir gengið á milli Víkings og Ólafs Jóhannessonar í fjölmiðlum vegna leiks Víkings og Völsungs í deildarkeppni árið 2013," segir í yfirlýsingunni.

„Aðilar eru sammála um að margt af því sem fram hefur komið hefði mátt kyrrt liggja og ekki ástæða til þess að mál þróist með þeim hætti sem raun ber vitni. Að frumkvæði þeirra knattspyrnufélaga sem í hlut eiga, hefur náðst full sátt í málinu á milli Ólafs Jóhannesson, Knattspyrnufélagsins Víkings og Knattspyrnufélagsins Vals og er málinu hér með lokið af hálfu allra aðila."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner