Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 15. júní 2018 19:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
HM: Ronaldo stal senunni í besta leik mótsins hingað til
Magnaður gæi.
Magnaður gæi.
Mynd: Getty Images
De Gea gerði slæm mistök.
De Gea gerði slæm mistök.
Mynd: Getty Images
Nacho kom Spáni yfir með frábæru skoti.
Nacho kom Spáni yfir með frábæru skoti.
Mynd: Getty Images
Þessi bolti söng í netinu. Jöfnunarmark Portúgals.
Þessi bolti söng í netinu. Jöfnunarmark Portúgals.
Mynd: Getty Images
Portúgal 3 - 3 Spánn
1-0 Cristiano Ronaldo ('4 , víti)
1-1 Diego Costa ('24 )
2-1 Cristiano Ronaldo ('44 )
2-2 Diego Costa ('55 )
2-3 Nacho ('58 )
3-3 Cristiano Ronaldo ('88 )

Spánn hefur montréttinn gegn Portúgal eftir að hafa lagt nágranna sína af velli fjórða leik Heimsmeistaramótsins í Rússlandi. Leikurinn fór fram í skíðabænum Sochi í kvöld.

Ronaldo frábær en De Gea gerði mistök
Cristiano Ronaldo, sem var fyrr í dag http://www.fotbolti.net/news/15-06-2018/ronaldo-i-tveggja-ara-skilordsbundid-fangelsi" target="_blank">dæmdur í skilorðsbundið fangelsi byrjaði þennan leik af miklum krafti. Hann kom mjög æstur til leiks og eftir fjórar mínútur var hann búinn að næla sér í vítaspyrnu. Ronaldo fór sjálfur á punktinn og skoraði fram hjá David de Gea, ekki í eina skiptið í kvöld.

Sjá einnig:
Gummi Ben tilkynnti mark áður en Ronaldo skoraði

Á 24. mínútu jafnaði Diego Costa fyrir Spánverja er hann skoraði af harðfylgi. Mark Costa var umdeilt þar sem hann var talinn hafa brotið á Pepe áður en hann skoraði. Dómari leiksins dæmdi hins vegar ekkert og var markið gott og gilt.

Staðan virtist ætla að vera 1-1 í hálfleik en þá tók Ronaldo, eða öllu heldur David de Gea til sinna ráða. Ronaldo átti fast skot sem var beint á De Gea en inn fór boltinn. De var líkt við Loris Karius, markvörð Liverpool á Twitter eftir markið.

Staðan var 2-1 fyrir Portúgal í hálfleik og var það Ronaldo sem sá til þess, enginn annar.

Ronaldo náði í stigið með fullkominni aukaspyrnu
Í byrjun seinni hálfleiks var staðan fljót að breytast. Fernando Hierro, sem stýrir Spáni á HM, sagði greinilega réttu orðin í leikhléinu því Spánverjar komu af miklum krafti inn í seinni hálfleikinn.

Diego Costa, sem skoraði fyrir Spánverja, í fyrri hálfleiknum, jafnaði metin í 2-2 á 55. mínútu og stuttu skoraði varnarmaðurinn Nacho með frábæru skoti. Frekar óvænt að Nacho skuli hafa átt þetta skot en hann átti upprunalega ekki að byrja þennan leik. Hann var að byrja í hægri bakverði fyrir Dani Carvajal sem er búinn að vera meiddur.

Þegar þarna var komið við sögu fóru menn að spyrja sig hvort Nacho myndi óvænt verða hetjan en viti menn, Ronaldo tók það ekki í mál. Þegar lítið var eftir fékk Portúgal aukaspyrnu fyrir teig. Það var enginn annar að fara að spyrnuna en Ronaldo. Ronaldo stillti boltanum, reif stuttbuxurnar upp og tók fullkomna aukaspyrnu. Boltinn söng í netinu. Fyrsta þrenna HM 2018 komin.


Það voru ekki fleiri mörk skoruð í þessu magnað leik, lokatölur 3-3. Besti leikur mótsins hingað til. Á morgun mætir Ísland Argentínu, spurning hvort sú staðreynd breytist þá.

Hvað þýða þessi úrslit?
Portúgal og Spánn eru með eitt stig, en Íran er á toppi riðilsins eftir sigur á Marokkó í dag. Búist er við því að Portúgal og Spánn fari upp úr þessum riðli.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner