fös 15. júní 2018 21:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Inkasso-deild kvenna: Frábær sigur Hauka
Mynd: Haukar
Andrea skoraði tvö fyrir ÍR.
Andrea skoraði tvö fyrir ÍR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haukar gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Fylki í Inkasso-deildinni í dag. Fylkir hafði unnið alla sína leiki fyrir leikinn á Gaman ferða vellinum í dag, en Árbæjarstelpur voru stöðvaðar í Hafnarfirðinum í dag.

Fylkir leiddi 1-0 í hálfleik en Haukar sneru leiknum við í seinni hálfleik og unnu 2-1. Kjartan Stefánsson, þjálfari Fylkis, var að snúa á sinn gamla heimavöll en hann þjálfaði Hauka í Pepsi-deildinni í fyrra. Hann kom liðinu upp í Pepsi-deildina.

Haukar eru komnir með sjö stig í fjórða sæti en Fylkir er á toppnum með níu stig.

ÍA og Keflavík mætast á þriðjudaginn en sigurliðið úr þeim leik fer á toppinn.

Í kvöld fór einnig þannig að ÍR sigraði Hamranna og Afturelding/Fram lagði Fjölni. ÍR var að vinna sinn annan sigur í sumar en þetta var fyrsti sigur Aftureldingar/Fram.

ÍR 2 - 0 Hamrarnir
1-0 Andrea Magnúsdóttir ('54, víti)
2-0 Andrea Magnúsdóttir ('81)
Rautt spjald: Rakel Sjöfn Stefánsdóttir, Hamrarnir ('17)

Fjölnir 1 - 2 Afturelding/Fram
0-1 Hafrún Rakel Halldórsdóttir ('7)
0-2 Hafrún Rakel Halldórsdóttir ('80)
1-2 Stella Þóra Jóhannesdóttir ('82)

Haukar 2 - 1 Fylkir
0-1 Ída Marín Hermannsdóttir ('42)
1-1 Hildur Karítas Gunnarsdóttir ('47)
2-1 Hildur Karítas Gunnardóttir ('87)

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner