Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 15. júní 2018 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Real borgar um 80 milljónir fyrir tvo táninga frá Brasilíu
Rodrygo er framherji.
Rodrygo er framherji.
Mynd: Getty Images
Real Madrid heldur áfram að fjárfesta í ungum og efnilegum leikmönnum frá Brasilíu. Félagið er búið að kaupa hin 17 ára gamla Rodrygo Goes frá Santos.

Rodrygo mun hins vegar ekki koma til Real fyrr en í júlí 2019.

Rodrygo þykir afar efnilegur en hann lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið Santos í nóvember síðastliðnum. Hann hefur skorað fimm mörk í níu leikjum fyrir félagið í efstu deild Brasilíu.

Ekki er búið að staðfesta hvað Real Madrid borgar fyrir strákinn en talið er að það séu tæplega 40 milljónir punda. Í maí í fyrra keypti Real Brasilíumanninn Vinicius Junior, þá 16 ára gamlan frá Flamengo fyrir í kringum 40 milljónir punda.

Vinicius kemur til Real Madrid í sumar. Hann verður 18 ára í sumar.

Real Madrid, sem réð nýjan þjálfara á dögunum, ætlar því að treysta á Brasilíumenn framtíðarinnar.



Athugasemdir
banner
banner
banner