banner
   fös 15. júní 2018 22:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ronaldo: Við erum ekki á meðal sigurstranglegustu liða
Ronaldo var ánægður með jafnteflið.
Ronaldo var ánægður með jafnteflið.
Mynd: Getty Images
„Ég er mjög ánægður," sagði Cristiano Ronaldo eftir að hafa skorað þrennu gegn Spáni á HM í Rússlandi í kvöld. Leikurinn endaði 3-3. „Enn ein þrennan á ferlinum en það mikilvægasta að taka úr leiknum er það sem liðið gerði."

„Við vorum að spila við eitt af sigurstranglegustu liðunum á HM. Við komumst tvisvar yfir en gerðum jafntefli sem voru sanngjörn úrslit. Leikurinn var að klárast og við náðum að jafna svo við erum ánægðir. Nú verðum við að hugsa um næsta leik, við ætlum að fara upp úr riðlinum."

Jöfnunarmarkið skoraði Ronaldo úr aukaspyrnu á 88. mínútu.

Sjá einnig:
Sjáðu mörkin: Magnað aukaspyrnumark Ronaldo

„Við ætlum að reyna að fara upp úr riðlakeppninni, við vitum að þetta verður erfitt og við verðum að taka leik fyrir leik. Við erum ekki eitt sigurstranlegasta liðið á mótinu."

Næsti leikur Portúgal er við Marokkó næsta miðvikudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner