fös 15. júní 2018 16:30
Ingólfur Páll Ingólfsson
Þjálfari Egypta vildi hafa Salah í toppformi fyrir næstu leiki
Salah á bekknum í dag.
Salah á bekknum í dag.
Mynd: Getty Images
Egyptaland tapaði fyrir Úrúgvæ fyrr í dag en sigurmarkið kom á síðustu mínútu venjulegs leiktíma.

Hector Cuper, þjálfari Egyptalands hefur viðurkennt að úrslitin gætu hafa orðið öðruvísi ef Mohamed Salah hefði komið inn af bekknum.

Salah meiddist í úrslitaleik meistaradeildarinnar fyrir þremur vikum og var ónotaður varamaður í dag. Salah var talinn nærri því 100% klár en á síðustu æfingu liðsins fyrir leik hafði þjálfarinn ákveðnar áhyggjur af stjörnuleikmanni sínum.

„Í lok æfingarinnar skoðuðum við hann og það voru ákveðnar vangaveltur um það hvað gerðist ef hann myndi detta eða lenda í samstuði við annan leikmann. Við vildum forðast að taka þá áhættu í dag. Við viljum hafa hann í toppformi gegn Rússlandi og Sádí Arabíu," sagði Cuper.

Salah hefur núna fjóra daga til þess að koma sér í toppstand áður en Egyptar mæta Rússum í Sankti Pétursborg. Úrúgvæ mun í millitíðinni spila gegn Sádí Arabíu í Rostov.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner