Sancho, Lammens, Jackson, Lookman, Bissouma, Gomez, Ederson og fleiri góðir í slúðrinu á gluggadegi
Rúnar: Ég veit ekki alveg yfir hverju þeir voru að kvarta
Túfa um dómgæsluna: Bara engan veginn rangstaða, ekki nálægt því
„Djöfull er þetta skemmtilegt, svona á þetta að vera“
Guðmundur Baldvin missti ekki trúnna: Ég var manna slakastur inn í klefa í hálfleik
„Virðist ekki hjálpa okkur að vera manni fleiri“
Dóri Árna: Viljandi ákvað að horfa ekki á þetta aftur
Davíð Smári: Fótboltinn gefur og tekur frá þér
Jökull með skilaboð til stuðningsmanna - „Fólk fari að mæta og taki þátt í spennandi titilbaráttu með okkur"
Haddi sendir ákall til KSÍ - „Til skammar að félagið skuli haga sér svona"
Óskar Hrafn: Ekki fúll yfir því að taka stig á þessum velli
Láki: Getur ekki ætlast til að stórveldi eins og ÍA leggist niður í Eyjum
Maggi brjálaður út í dómarana - „Höfum ekki fengið neitt frá dómurunum“
Jökull um umdeilda markið: Þetta er búið að gerast svo oft
Lárus Orri: Þeir voru að finna svæði milli miðju og varnar of auðveldlega
Heimir Guðjóns: Tekin ákvörðun í haust að byggja upp nýtt lið
Breki Baxter: Stigum stórt skref upp í topp sex
Halli Hróðmars hrikalega svekktur: Þurfum fleiri stig
Alli Jói: Notuðum gagnrýnina sem bensín
Siggi Höskulds: Finnst að KSÍ hefði átt að breyta mótinu
Bjarni Jó: Þetta eru bara bikarúrslit
   þri 15. júlí 2014 21:50
Gunnar Birgisson
Gulli Jóns: Þurfum að taka okkur saman í andlitinu
Gulli var hundfúll með leik sinna manna í kvöld.
Gulli var hundfúll með leik sinna manna í kvöld.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Gunnlaugur Jónsson þjálfari ÍA var að vonum ekki sáttur með 4-2 tap sinna manna á heimavelli gegn KA nú í kvöld. ÍA sitja samt enn í 2.sætinu og munu sennilega ríghalda í það eitthvað áfram.

,,Ég er ekki sáttur, bæði það að tapa þriðja leiknum á heimavelli í fyrri umferðinni og það að fá fjögur mörk á sig á heimavelli er óásættanlegt, það er bara þannig," sagði Gunnlaugur í samtali við Fótbolta.net.

,,Mörkin eru af ódýrari taginu sem við fáum á okkur, mörkin sem slík, þetta er bara varnarleikur liðsins, vörnin var ekki nógu góð. En þó verð ég að hrósa liðinu, svona 10.mínútum áður en við fáum 4 markið á okkur gerðum við harða atlögu að þeirra marki," sagði Gulli.

,,Því miður, við nýttum ekki okkar færi sem við fengum og þeir settu þetta fjórða mark. Ég er ekki sáttur heilt yfir með leikinn, það voru ágætis kaflar í honum, við hefðum mátt skapa okkur fleiri færi í fyrri hálfleik. Ég er hundfúll eftir þetta."

,,Seinni umferðin öll eftir, þetta er gríðarlega jöfn deild, við þurfum bara að taka okkur saman í andlitinu. Það er bara næsti leikur á Selfossi," sagði Gunnlaugur að lokum.
Athugasemdir
banner