banner
   lau 15. júlí 2017 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Enginn valdi Lukaku sem besta sóknarmanninn
Lukaku gekk í raðir Manchester United á dögunum.
Lukaku gekk í raðir Manchester United á dögunum.
Mynd: Getty Images
Flestir eru á þeirri skoðun að Kane sé bestur.
Flestir eru á þeirri skoðun að Kane sé bestur.
Mynd: Getty Images
Manchester United keypti á dögunum Romelu Lukaku frá Everton fyrir upphæð sem gæti farið upp í 75 milljónir punda.

Lukaku skoraði 25 mörk í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili, en er hann besti sóknarmaður deildarinnar?

Daily Mail vildi fá svarið við þessu og ákvað að spyrja sérfræðinga sína út í málið.

Hver er besti sóknarmaður ensku úrvalsdeildarinnar?




Matt Barlow - Harry Kane
„Markahæstur í ensku úrvalsdeildinni þrátt fyrir að hafa meiðst tvisvar. Skorar alls konar mörk."

Ian Herbert - Alexis Sanchez
„Að mínu mati er það Alexis Sanchez, hann er langbestur."

Craig Hope - Harry Kane
„Hann er ekki fljótasti sóknarmaðurinn, ekki sá besti tæknilega eða sterkastur. Harry Kane er samt bestur."

Joe Bernstein - Diego Costa
„Ég er mikill aðdáandi Diego Costa. Hann er mikilvægari fyrir Cheslea heldur en Eden Hazard, N'Golo Kante eða Gary Cahill."

Mike Keegan - Harry Kane
„Að vera besti sóknarmaðurinn snýst um að skora mörk og sá sem er bestur í að skora mörk í ensku úrvalsdeildinni er Harry Kane."

Dominic King - Sergio Aguero
„Hann hefur verið besti sóknarmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni undanfarin sex ár. Fáránlegt að hann hafi aldrei unnið einstaklingsverðlaun."

Kieran Gill - Harry Kane
„Sá besti í augnablikinu."

Laurie Whitwell - Harry Kane
„Hann hefur sýnt ótrúlegan stöðugleika og hann toppar sig alltaf í stóru leikjunum. Hann getur gert allt og er með sigurhugarfar."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner