Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
Pétur: Allt öðruvísi en gegn Víkingum
Fyrirliðinn ánægður með fyrsta sigurinn - „Þvílíkur bónus að koma marki inn í lokin"
   lau 15. júlí 2017 17:29
Þórarinn Jónas Ásgeirsson
Gregg: 100% undir okkur komið
Gregg Ryder, þjálfari Þróttar.
Gregg Ryder, þjálfari Þróttar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er vonsvikinn, mér fannst við geta unnið þennan leik í dag," sagði Gregg Ryder þjálfari Þróttar, eftir marklaust jafntefli gegn Haukum á Gaman Ferða vellinum í dag.

Lestu um leikinn: Haukar 0 -  0 Þróttur R.

„Við komum inn í hálfleik eftir að hafa stjórnaði leiknum og fengið urmul af færum til að skora. Í seinni hálfleik fengum við líka færi og ég er vonsvikinn með að hafa ekki tekið sigur í dag því við hefðum svo sannarlega geta gert það."

„Ég meina við sköpuðum okkur fullt af færum og eitt að því sem ég sagði í hálfleik var að ef við höldum hreinu þá vinnum við þennan leik, því að við skorum alltaf. Ég veit ekki hvort það hafi verið eitthvað kæruleysi eða of mikið sjálfstraust fyrir framan markið en mér fannst við vera flækja hlutina of mikið. Stundum var það að einhver sem gat klárað færið tók aukasnertingu, kannski bara ekki okkar dagur fyrir framan markið og það gerist stundum en það gerir þetta ekkert minna pirrandi."

„Það jákvæða sem við tökum frá þessum leik er að við komum á útivöll og náum í stig. Við erum ósigraðir í síðustu fjórum leikjum og það mjög erfiðum leikjum. Við héldum hreinu, vorum góðir varnarlega en bara pirrandi að ná ekki í öll þrjú stigin."

„Það skiptir engu máli hvað gerist hjá öðrum liðum. Þetta er algjörlega 100% undir okkur sjálfum komið. Hvað gerist í lok leiktíðar, hversu mörg stigum við höfum þá skiptir máli. Það skiptir engu máli hvað Fylkir og Keflavík gera, þetta snýst bara um okkur."

„Augljóslega erum við með sterkan hóp núna, ef einhver verður á lausu sem við teljum að geti styrkt okkur þá erum við alltaf opnir fyrir því en það er ekkert í pípunum eins og er. Allir hafa sitt hlutverk í liðinu og ég sé ekki að það sé heldur enginn á förum."

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner