Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
banner
   lau 15. júlí 2017 19:00
Arnar Daði Arnarsson
EM í Hollandi
GunnInga: Partýið heldur áfram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er æðislegt að vera komin loksins. Við höfum verið að undirbúa þetta lengi. Dagurinn í gær var æðislegur og kveðjurnar sem voru í Leifstöð; þetta var frábært," sagði Guðrún Inga Sívertsen varaformaður KSÍ og starfsmaður kvennalandsliðsins.

Hún ásamt fjölmörgum starfsmönnum KSÍ hefur verið á fullu undanfarna daga, vikur og mánuði við undirbúning fyrir EM í Hollandi sem hefst á morgun. Fyrsti leikur íslenska liðsins er síðan á þriðjudaginn þegar þær taka á móti Frakklandi.

„Undirbúningurinn fyrir alvöru hófst þegar liðið tryggði sér sæti á EM í haust. Veturinn fór í að undirbúa liðið og allt í kringum þetta og stilla saman strengi," sagði GunnInga sem hefur farið á báðar lokakeppninnar sem íslenska kvennalandsliðið hefur tekið þátt í. Fyrst í Finnlandi árið 2009 og svo í Svíþjóð ári síðar.

„Maður sér hvernig allt í kringum þetta stækkar. Bæði hefur verið liðum í keppninni verið fjölgað og síðan hefur faglega umgjörðin orðið meiri. Núna erum við með okkar eigin æfingavöll og þetta helst allt í hendur. Það er orðin meiri gæði í knattspyrnunni og þetta helst í hendur," sagði Guðrún Inga en til að mynda í Svíþjóð árið 2013 þá æfði íslenska landsliðið á hinum og þessum æfingavöllum.

En er KSÍ að taka stærra skref í ár en önnur knattspyrnusambönd á mótinu?

„Ég get ekki svarað fyrir aðrar þjóðir og hef ekki borið það saman. En ég get talað fyrir okkar hönd. Við höfum stígið og tekið mörg skref, bæði aðbúnað í kringum liðið, fjölgun starfsmanna og margt annað. Það er frábært að við séum komin á þennan stað. Það er alltaf hægt að gera gott betur og ég held að allir séu sáttir með þetta," sagði GunnInga sem segir að EM í Frakklandi í fyrra hjá strákunum hafi hjálpað KSÍ í undirbúningnum í ár.

„Þetta helst allt í hendur og hjálpar til. Árangur strákana á EM í fyrra sameinaði þjóðina og það heldur bara áfram. Eins og einhver sagði, "Partý-ið heldur áfram í sumar" - Auðvitað hjálpar þetta allt saman og ég fagna því. Við erum öll í sama liði, sama hvort við séum strákar eða stelpur. Við erum Ísland og allir hjá KSÍ vinna jafn mikið fyrir stráka og stelpur. Þetta er ein stór liðsheild."

„Við erum hátt í 20 starfsmenn sem verður hérna úti með liðinu. Einhverjir koma og fara og vaktaskipti hjá læknunum og öryggisstjórunum og annað," sagði Guðrún Inga en er það mikil fjölgun frá síðustu mótum?

„Við höfum bætt í frá síðasta móti. Við erum til dæmis með þrjá sjúkraþjálfara núna, það voru tveir 2013 og einn árið 2009 í Finnlandi. Leikmennirnir eru 23 og það þarf að sinna hverjum og einum vel til þess að halda leikmönnunum heilum. Það er stutt á milli leikja og það þarf að hlúa að þeim, þetta er mikið álag. Þetta er það sem við töldum að væri best fyrir liðið. Við erum einnig með fitness-þjálfara sem er mjög góð viðbót. Ég get sagt að við hjá KSÍ höfum gert allt sem við gátum gert og erum tilbúin til að gera til að undirbúa liðið og halda sem best utan um það. Ég er mjög sátt. Þegar ég vaknaði í morgun í Hollandi, þá sagði ég bara "Yes, loksins er komið að þessu." - Það var mikill fiðringur í fólki í gær og í morgun þegar við vöknuðum. Núna eru allir einbeittir og það er stutt í fyrsta leik og markmiðin eru skýr," sagði Guðrún Inga Sívertsen eða GunnInga eins og hún er kölluð að lokum.

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner