lau 15. júlí 2017 15:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Íslenskur markvörður til reynslu hjá Liverpool
Rafal hefur vakið athygli fyrir frammistöðu sína með Fram.
Rafal hefur vakið athygli fyrir frammistöðu sína með Fram.
Mynd: Aðsend
Hinum 15 ára gamla Rafal Stefáni Daní­els­syni hefur verið boðið til reynslu hjá enska stórliðinu Liverpool. Vísir.is greinir frá þessu.

Rafal hefur verið að gera frábæra hluti með 3. flokki Fram. Hann hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína.

Hann er fæddur árið 2001 og er því á 16. aldursári.

Rafal hefur verið í úrtakshópum í yngri landsliðum Íslands og Vísi.is segir að hann hafi einnig verið að æfa með meistaraflokki Fram.

Strákurinn fer út næstkomandi mánudag og dvelur í Liverpool í viku. Hann mun æfa og spila með U16 ára liði félagsins.

Eftir dvölina hjá Liverpool fer hann síðan til Accrington Stanley þar sem hann mun æfa eftir að hafa sýnt góða hluti á stóru námskeiði fyrir upprennandi markmenn hjá Billy Stewart, markmannsþjálfara.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner