Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Höskuldur: Fannst þeir ofaná í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
   lau 15. júlí 2017 17:48
Þórarinn Jónas Ásgeirsson
Stebbi Gísla: Fannst við líklegri í seinni
Stefán Gíslason, þjálfari Hauka.
Stefán Gíslason, þjálfari Hauka.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Eftir seinni hálfleikinn þá hefðum við viljað þrjú stig," sagði Stefán Gíslason, þjálfari Hauka, eftir markalaust jafntefli við Þrótt á Gaman Ferða vellinum í dag.

Lestu um leikinn: Haukar 0 -  0 Þróttur R.

„Mér fannst við líklegri í seinni, við vorum að sækja þetta og þetta hefði mátt detta fyrir okkur. Svona kannski þegar maður kíkir á allan leikinn og hvernig færin skiptust að þá er 0-0 kannski í góðu lagi fyrir okkur."

„Varnarleikurinn í heild sinni í sumar hefur verið alveg þokkalegur. Við höfum staðið vel og erum að gera það vel. Við höfum verið að fá mikið af mörkum á okkur úr föstum leikatriðum sem er náttúrulega ekki jákvætt en þegar það er víti og annað þá er erfitt að verjast því. Það er alltaf gott að halda núllinu og mér fannst líka attitude-ið og vinnusemin góð í dag og þegar það er í lagi þá áttu alltaf möguleika á að taka þrjú stig. Með smá heppni hefði það geta dottið fyrir okkur í dag en gerði það ekki."

„Út af þessum úrslitum í dag þá hefði verið ljúft að fá þrjú stig í dag en þetta er þétt þarna uppi og nú er ég ekki búinn að skoða alveg töfluna en ætli það sé ekki orðið alveg jafn þétt þarna niður líka þannig að þetta er einn stór pakki. Það eru öll lið að vinna öll lið, þannig að við þurfum bara að hugsa um okkur og við eigum leiki fram undan sem að við viljum safna stigum í."

„Við skoðum það. Það er ekkert sem er í kortunum núna. Við náttúrulega missum einn núna í dag. Tóti(Þórhallur Kári) handarbrotnaði og hann er búinn að vera geysilega sterkur fyrir okkur eftir að hann kom til okkar, þegar hann var búinn að koma sér í form. Þannig að það er alveg missir að hann fari út þannig að við verðum bara að taka stöðuna."

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner